Fréttir | 18. júní 2022

Opið hús á Bessastöðum

Forseti og forsetafrú taka á móti gestum í opnu húsi á Bessastöðum. Alls heimsóttu ríflega þúsund manns forsetasetrið af þessu tilefni. Fólki bauðst að skoða sig um með aðstoð starfsmanna sem veittu upplýsingar um sögu staðarins.

Bessastaðastofa var byggð á 18. öld og á sér merka sögu. Í húsinu má sjá sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist, og fornleifar í kjallara veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð. Auk Bessastaðastofu gátu gestir skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá stóð fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar, í hlaði en bifreiðin er árgerð 1942.

Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi covid-heimsfaraldursins sem opið hús er á Bessastöðum. Sjá myndasyrpu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar