Fréttir | 02. feb. 2023

Forseti Kósovó

Forseti fundar með Vjosa Osmani, forseta Kósovó. Ísland var meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Kósovó árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem forseti landsins sækir Ísland heim. Rætt var um umsókn Kósovó að Evrópuráðinu og stuðning Íslands við uppbyggingu í Kósovó gegnum tíðina, ekki síst á sviði flugsamganga og loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þá var rætt um stöðu mála á Balkanskaga og mikilvægi samstöðu Evrópuríkja gegn innrás Rússa í Úkraínu. Fyrr um daginn fundaði Osmani með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar