Fréttir | 16. mars 2023

Iðn- og verkgreinar

Forseti sækir Íslandsmót iðn- og verkgreina. Mótið er haldið í Laugardalshöll í Reykjavík og er keppt í 22 faggreinum. Sigur á Íslandi getur gefið möguleika á keppni í evrópumótinu Euroskills sem fram fer í Gdansk í september 2023. Samhliða Íslandsmótinu í Laugardalshöll fer fram námskynning þar sem 27 skólar á framhaldsskólastigi kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt. 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar