Fréttir | 29. maí 2023

Varðveisla fámennra málsamfélaga

Forseti ávarpar fund sem landstjóri Kanada boðar til um varðveislu tungumála í fámennum málsamfélögum. Fundurinn er liður í dagskrá íslesnkrar sendinefndar í ríkisheimsókn forseta til Kanada.

Á fundinum var staða íslenskunnar borin saman við málsamfélög frumbyggja á því landsvæði sem nú telst til Kanada, en Mary Simon landstjóri er sjálf af frumbyggjaættum og móðurmál hennar er inukitut. Forseti og Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, greindu frá aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir til að tryggja framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Þá sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá starfi Almannaróms og aðferðum í notkun máltækilausna á íslensku. Fundinn sátu einnig fulltrúar frumbyggjasamfélaga frá norðanverðu Kanada og sögðu frá áskorunum og lausnum til að tryggja tungumálum þeirra sess í kanadísku samfélagi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar