• Forseti og ráðherra ásamt viðskiptasendinefnd við jarðhitasvæðið í gömlu borg Tbilisi.
  • Forseti setur viðskiptaþing í Tbilisi.
  • Levan Davitashvili, efnahags- og sjálfbærniráðherra Georgíu og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra ásamt forseta á viðskiptaþingi í Tbilisi.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra ásamt forseta í Tbilisi.
  • Forseti og viðskiptasendinefnd heimsækja skrifstofur CreditInfo í Tbilisi heimsóttar.
  • Alekandre Gomiashvili, forstjóri CreditInfo í Georgíu og kjörræðismaður Íslands, ásamt forseta.
  • Forseti, ráðherra og viðskiptasendinefnd fá kynningu á starfsemi Cerberus Frontier, samstarfsaðila Landsvirkjunar í Georgíu.
  • Forseti, ráðherra og viðskiptasendinefnd fá kynningu á starfsemi Cerberus Frontier, samstarfsaðila Landsvirkjunar í Georgíu.
Fréttir | 07. mars 2024

Endurnýjanleg orka í Georgíu

Forseti setur viðskiptaþing og heimsækir fyrirtæki með íslensk viðskiptatengsl í Tbilisi auk vatnsaflsstöðvar sem reist var í íslensk-georgísku samstarfi. Viðburðirnir voru hluti af dagskrá þriggja daga opinberrar heimsóknar forseta og sendinefndar til Georgíu.

Í sendinefnd forseta voru Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, og Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, en auk þeirra fylgdi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu. Markmiðið var að kanna möguleika á auknu samstarfi við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku m.a á sviði beinnar nýtingar jarðvarma, vatnsaflsvirkjana og fjárfestinga í loftslagslausnum.

Á þriðja degi heimsóknarinnar var haldið í vettvangsferð í héraðið Samtskhe–Javakheti þar sem vatnsaflsstöðin Akhalkalaki var skoðuð. Stöðin er að hluta í eigu íslensku verkfræðistofunnar Verkís og Landsvirkjun Power, dótturfélags Landsvirkjunar, og fylgdu fulltrúar beggja fyrirtækja forseta til Georgíu.

Vatnsaflsstöðin hóf starfsemi í nóvember 2022 en þetta er fyrsta fjárfesting Landsvirkjun Power utan landsteinanna sem reist er og sett í rekstur og sér hún um 30.000 heimilum fyrir rafmagni. Tilgangur Landsvirkjunar Power er að flytja út sérþekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu og stuðla þannig að orkuskiptum erlendis.

Viðskiptahringborð og fyrirtækjaheimsóknir

Á öðrum degi hinnar opinberu heimsóknar var efnt til viðskiptaþings þar sem fulltrúar úr georgíska og íslenska orkugeiranum réðu ráðum sínum. Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, leiddi viðburðinn ásamt Levan Davitashvili, efnahags- og sjálfbærniráðherra Georgíu, en forseti flutti opnunarávarp.

Forseti, ráðherra og sendinefndir heimsóttu jafnframt tvö fyrirtæki í Tbilisi sem eru með íslenska samstarfsaðila og hafa viðskiptatengsl við Ísland, annars vegar CreditInfo og hins vegar Cerberus Frontier, sem er samstarfsaðili Landsvirkjunar.

Myndasafn frá opinberri heimsókn forseta til Georgíu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar