Fréttir | 29. ágú. 2016

Öldungadeildarþingmaður frá Kanada

Forseti á fund með Janis Johnson öldungadeildarþingmanni frá Kanada. Rætt var um samskipti landanna og ýmis efni sem tengjast Vestur-Íslendingum, en Janis Johnson er af íslenskum ættum og hefur verið afar mikilvirk í því að efla og treysta samband fólks af íslenskum ættum í Kanada við Ísland og halda á lofti minningu íslenskra landnema og afkomenda þeirra. Mynd

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar