Fréttir | 13. sep. 2016

Breska þingið

Forseti heimsækir breska þingið og ræðir við Angus Robertson, þingflokksformann Skoska þjóðarflokksins, og Peter Grant, fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd. Forseti hitti einnig David Natzler, skrifstofustjóra fulltrúadeildar þingsins. Loks átti hann fund með lávörðunum Wallace, Craigavon og Hennessy en sá síðastnefndi var kennari forseta í doktorsnámi hans í London. Með í för var Eliza Reid forsetafrú. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar