Fréttir | 15. sep. 2016

Starfsstöð í London

Forseti flytur ávarp við opnun nýrrar starfsstöðvar tölvuleikjafyrirtækisins CCP í London. Í ávarpi sínu fagnaði forseti því að fyrirtækið væri að færa út kvíarnar en þungamiðja þess væri áfram á Íslandi. Í London væru allar forsendur til þess að CCP dafnaði áfram, alþjóðlegt umhverfi auk vel menntaðs og þjálfaðs fólks hvaðanæva úr heiminum. Kvaðst forseti vona að sú yrði áfram raunin. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar