Fréttir | 19. sep. 2016

Sendiherra Litháens

Forseti tekur á móti sendiherra Litháens, frú Ginté Bernadeta Damusis, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Sendiherrann minntist á þann hlýhug sem Litháar bera til Íslendinga fyrir atbeina þeirra við endurheimt sjálfstæðis Litháens árið 1991. Einnig var rætt um samskipti ríkjanna, samfélag Litháa á Íslandi og væntanlega heimsókn utanríkisráðherra Litháens til Íslands en ráðherrann mun taka þátt í málþingi 26. september næstkomandi ásamt utanríkisráðherrum Eistlands og Lettlands. Við það tækifæri mun forseti Íslands flytja fyrirlestur um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eysterasaltsríkjanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar