Fréttir | 29. sep. 2016

Bleika slaufan

Eliza Reid forsetafrú keypti í dag fyrstu Bleiku slaufu ársins og hóf þannig árlega fjársöfnun Krabbameinsfélagsins. Að þessu sinni er yfirskrift átaksins Fyrir mömmu, og er fólk sérstaklega hvatt til að sýna mæðrum þakklæti með því að kaupa og gefa þeim slaufuna góðu. Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir hönnuðu slaufu ársins. Allur ágóði fjörsöfnunarinnar fer að þessu sinni í að endurnýja tæki fyrir brjóstakrabbameinsleit. Nánari upplýsingar má finna facebooksíðu bleiku slaufunnar.  Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar