Fréttir | 17. okt. 2016

Fátækt á Íslandi

Forseti tekur á móti fulltrúum félagasamtaka á Alþjóðadegi gegn fátækt. Ár hvert er 17. október helgaður útrýmingu fátæktar, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Þema ársins að þessu sinni er "Frá fátækt til sjálfbærni: Einstaklingar í miðju þróunar án aðgreiningar" (From Poverty to Sustainability: People at the Centre of Inclusive Development). Forseti tók á móti fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka sem kynntu fyrir honum stöðu fátækra á Íslandi, þeim vanda sem þeir geta mætt í stjórnkerfinu og mögulegar úrbætur. Forseti tók einnig við teikningu, sem uppi verður á Bessastöðum, af fátækt með augum stúlku úr 3. bekk skóla hér á landi. Nemendur úr þeim árgangi fengu fyrir skemmstu það verkefni að sjá fyrir sér og teikna fátækt í hinum ýmsu myndum. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar