Fréttir | 11. nóv. 2016

Nýsköpunarverðlaun SAF

Forseti afhendir nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2004 og komu að þessu sinni í hlut Óbyggðaseturs Íslands í Fljótsdal. Setrið reka hjónin Steingrímur Karlsson kvikmyndagerðamaður og Arna Björg Bjarnadóttir sagnfræðingur og menningarmiðlari. Í ávarpi við afhendingu verðlaunanna minnti forseti á mikilvægi ferðaþjónustunnar í landinu. Þá sagði hann brýnt að þeir gestir sem hingað koma hverfi ánægðir á braut. Þótt flest bendi til að svo sé um þessar mundir séu teikn á lofti, að fólk kvarti undan mannmergð á vinsælum áfangastöðum og skorti á þjónustu. Loks fagnaði forseti því að félagi úr sagnfræðinni haslaði sér völl á nýjum vettvangi. Það væri enn eitt merki þess að sagnfræðingar gætu tekið að sér hin ólíkustu störf og stöður í samfélaginu. Ávarp.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar