Fréttir | 21. nóv. 2016

Sendiherra Japans

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Japans, Yasuhiko Kitagawa, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Í samtali þeirra var rætt um traust samskipti Íslands og Japans, ekki síst á sviði viðskipta. Sérstaklega bar á góma möguleika á auknu samstarfi ríkjanna í jarðhitamálum, menntum og menningu. Einnig var minnst á þá þekkingu sem bæði ríkin búa yfir í björgunarmálum eftir náttúruhamfarir. Að loknum fundi efndi forseti til móttöku til heiðurs sendiherranum nýja.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar