Fréttir | 20. jan. 2017

Heimsóknir til Finnlands

Pekka H. Timonen, framkvæmdastjóri 100 ára afmælisnefndar Finnlands, og Antti Zitting, formaður Körfuknattleikssambands Finnlands, komu á fund forseta ásamt Hannesi Jónssyni formanni Körfuknattleikssambands Íslands. Rætt var um fyrirhugaðar heimsóknir forseta til Finnlands í sumar, fyrst á hátíð í júníbyrjun þegar þess verður minnst að í ár er öld frá því að Finnar lýstu yfir sjálfstæði og svo – ef annir leyfa – á tvo íþróttaviðburði í september þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu og körfuknattleik keppa við lið heimamanna.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar