Fréttir | 22. mars 2017

Fundir forseta í Noregi

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson átti í gær, þriðjudaginn 21. mars, fund með Marit Nybakk, varaforseta norska Stórþingsins, í Osló. Á fundinum var m.a. rætt um samskipti landanna og samstarf, svo sem á vettvangi löggjafar og utanríkismála. Fundinn sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og embættismenn. Í dag, miðvikudaginn 23. mars, átti forseti einnig fund með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs. Meðal mála sem þar var fjallað um voru samleið landanna í ýmsum hagsmunamálum, þróun alþjóðamála og varnarmál. Utanríkisráðherra Íslands tók einnig þátt í þessum fundi auk annarra fulltrúa Íslands. Sjá nánar í fréttatilkynningu. Myndir úr Noregsheimsókn forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar