Fréttir | 18. júní 2017

Reykjalundur

Forseti flytur ávarp við afhendingu öndunarmælitækis sem Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu. Fleiri tóku til máls við athöfnina, meðal annarra Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Haukur Leósson formaður hollvinasamtakanna. Frá stofnun þeirra fyrir fjórum árum hafa samtökin aflað Reykjalundi tækjabúnaðar sem nemur yfir 40 milljónum króna. Öndunarmælingartækið eitt kostar tæpar sjö milljónir. Að veitingum loknum var öndun forseta mæld í tækinu nýja. Niðurstöður gáfu til kynna að styrkur lungna hans væri í góðu lagi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar