Fréttir | 17. ágú. 2017

Fjallagarpur

Forseti tekur á móti John Snorra Sigurjónssyni fjallagarpi, fjölskyldu hans og fulltrúum styrktarfélagsins Líf. John Snorri kleif fyrir skemmstu K2, annað hæsta fjall heims, ásamt burðarliði og öðrum fjallgöngumönnum. Hægt var að heita á John Snorra og rann sú upphæð sem safnaðist til Kvennadeildar Landspítalans. Í ávarpi vék forseti að þeirri hættu sem fælist í fjallgöngum, kostum þess að setja sér markmið og nauðsyn samstöðu í þrekraunum og daglegu lífi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar