Fréttir | 28. nóv. 2017

Varaforseti Írans

Forseti á fund með dr. Massoumeh Ebtekar, varaforseta Írans. Hún er stödd hér á landi til að sækja heimsþing alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders. Á fundinum var rætt um stöðu kvenna í Íran og leiðir til úrbóta, samspil andlegs og veraldlegs valds í landinu og friðarhorfur í Austurlöndum nær. Auk þess var fjallað um loftslagsmál sem sameiginlegt viðfangsefni mannkyns.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar