Fréttir | 01. des. 2017

Hollvinasamtök MR

Forseti er viðstaddur hátíðarsamkomu á sal Menntaskólans í Reykjavík. Hollvinasamtök skólans voru stofnuð á fullveldisdeginum fyrir fjórum árum og hafa síðan stutt við starfsemi skólans með mikilsverðum fjárstuðningi.

Í ár gáfu samtökin fé sem verður varið í að endurnýja líkamsræktarbúnað skólans. Jóhannes heitinn Sæmundsson, faðir forseta, kenndi leikfimi um árabil við Menntaskólann í Reykjavík.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar