Fréttir | 10. mars 2018

Verndun hafsins

Forseti kemur fram sem viðmælandi aðalritstjóra tímaritsins The Economist á ráðstefnu í Mexíkó. Í máli sínu gerði forseti grein fyrir viðleitni Íslendinga til að nýta auðlindir sjávar með framsýnum og sjálfbærum hætti.

Á ráðstefnunni átti forseti einnig viðræður við marga ráðstefnugesti og fyrirlesara auk þess að veita fjölmiðlum viðtöl. Meðal fjölmiðla sem forseti ræddi við voru Reuters, Al Jazeera, China Dialogue og Al-ain.com.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar