Fréttir | 06. mars 2018

Sendiherra Páfagarðs

Forseti tekur á móti sendiherra Páfagarðs, James Patrick Green, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um trúmál og álitaefni sem þeim tengjast. Þá var rætt um möguleg gögn um sögu Íslendinga til forna í skjalasöfnum kaþólsku kirkjunnar, loftslags- og umhverfismál og afstöðu Frans páfa á þeim vettvangi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar