Fréttir | 09. apr. 2018

Gestir frá Cornell háskóla

Forseti á fund með sendinefnd frá Cornell háskóla sem vinnur að málum sem tengjast jarðhita og annarri grænni orku. Fyrir nefndinni fór prófessor Jefferson W. Tester sem er sérfræðingur í nýtingu jarðhita en einnig voru með í hópnum stjórnendur fjármála og húsnæðis við háskólann. Á fundinum var meðal annars rætt um nauðsyn þess að gætt sé að umhverfismálum við orkuframleiðslu og gildi þess að Íslendingar og Bandaríkjamenn eigi gott samstarf á þessu sviði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar