Fréttir | 19. júní 2018

Smáríki og netöryggi

Forseti tekur á móti nemendum í sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands auk þátttakenda á málþingi um netöryggi. Í ávarpi nefndi forseti að þótt fagna megi frábærum árangi Íslendinga í íþróttum geti slík frammistaða seint talist algildur mælikvarði á gæði samfélaga. Þar þurfi að horfa til annarra þátta, meðal annars hvernig komið er fram við þá sem eru minnimáttar, ekki síst börn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar