Fréttir | 31. ágú. 2018

Reykjanesviti

 

Forseti sækir hátíðarathöfn við Reykjanesvita. Afhjúpaðar voru afsteypur af skjaldarmerkjum Danakonunganna Kristjáns IX og Friðriks VIII sem voru á vitanum um árabil. Ákveðið var að hefjast handa við gerð vitans í konungstíð Kristjáns IX og verkinu lokið árið 1908 þegar Friðrik VIII var tekinn við völdum. Reykjanesviti er friðlýstur og elstur vita landsins sem enn eru í notkun. Hollvinasamtök vitans og Reykjanes GEO Park stóðu að endurgerð skjaldarmerkjanna og viðburðinum í dag.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar