Fréttir | 17. sep. 2018

Grænlensk börn

Forseti tekur á móti hópi grænlenskra barna sem eru hér til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Kalak, vinafélag Grænlands og Íslands, og skákfélagið Hrókurinn standa að þessari árlegu heimsókn með stuðningi Kópavogsbæjar, mennta- og menningarmálaráðuneytis, flugfélagsins Air Iceland Connect og ýmissa annarra. Börnin sækja skóla og sundkennslu í Kópavogi meðan á heimsókninni stendur. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar