Fréttir | 20. sep. 2018

Sendiherra Jórdaníu

Forseti tekur á móti sendiherra Jórdaníu, Omar B. Al-Nahar, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um ástand mála í Austurlöndum nær, ekki síst mikinn straum flóttafólks til Jórdaníu undanfarin ár. Þá var rætt um möguleika á auknu samstarfi Íslands og Jórdaníu, meðal annars útflutning lambakjöts og nýtingu jarðvarma ytra.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar