Fréttir | 22. sep. 2018

Lýðháskólinn á Flateyri

Forseti flytur ræðu við setningu Lýðháskólans á Flateyri. Skólinn tók formlega til starfa í dag og var blásið til bæjarhátíðar í byggðarlaginu af því tilefni. Að lokinni skólasetningu heimsótti forseti Úlfar Önundarson og skoðaði skipalíkanasafn hans í Úlfarshöfn. Síðan lá leiðin í Flateyrarkirkju þar sem dúettinn Between Mountains var með tónleika. Því næst hlýddi forseti á upplestur Eiríks Arnar Norðdahls og Önnsku í bókabúðinni Bræðurnir Eyjólfsson. Loks kynnti forseti sér starfsemi Björgunarsveitarinnar Sæbjargar.

Myndasafn frá ferðinni.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar