Fréttir | 01. okt. 2018

Forvarnardagskynning

Forseti tekur þátt í fundi í Réttarholtsskóla til að kynna Forvarnardaginn 2018 sem efnt verður til í fjölmörgum skólum á miðvikudaginn kemur, 3. október. Auk forseta tóku til máls á fundinum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Alma D. Möller landlæknir. Í ár kemur embætti landlæknis í fyrsta sinn með virkum hætti að verkefninu. Í ávarpi sínu ræddi forseti m.a. um það hvernig fíkniefni skerða frelsi þeirra sem ánetjast þeim og hindra margt ungt fólk í að láta drauma sína rætast. Fundinn sóttu einnig fulltrúar ÍSÍ, UMFÍ og Skátanna og nokkrir nemendur úr Réttarholtsskóla.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar