Fréttir | 13. okt. 2018

Pólski skólinn

Forsetafrú sækir afmælishátíð Pólska skólans í Reykjavík. Skólinn var stofnaður fyrir tíu árum og þar læra börn, sem eru af pólsku bergi brotin, móðurmál sitt. Jafnframt fræðast þau um sögu Póllands og menningu. Nú sækja á fjórða hundrað nemenda skólann, 5-18 ára að aldri. Hátíðina sóttu m.a. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Stanisław Karczewski, forseti efri deildar pólska þingsns.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar