Fréttir | 17. nóv. 2018

Þjóðminjasafn Lettlands

Forseti hélt áfram heimsókn sinni til Lettlands og heimsótti m.a. Þjóðminjasafnið í Riga og skoðaði þar sýningu um sögu landsins og sjálfstæðisbaráttu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra heimsótti á sama tíma þjóðgarð í nágrenni Riga.

Þá var haldinn vinnumálsverður þar sem nokkrir stjórnmálamenn og greinendur tóku þátt, þar á meðal Sandra Kalniete, Evrópuþingmaður og fv. utanríkisráðherra, Sarmīte Ēlerte, fv. menntamálaráðherra, Lolita Čigāne, formaður Evrópunefndar Lettlandsþings, og Andris Sprūds, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Lettlands.

Síðdegis tók forseti þátt í hringborðsumræðu um samskipti Íslands og Lettlands þar sem var meðal annars fjallað um leiðir til að auka við þessi samskipti á ýmsum sviðum; að umræðum loknum buðu sendiherra Íslands, Árni Þór Sigurðsson, og ræðismaður Íslands í Lettlandi, Ineta Rudzīte, til móttöku og þar flutti forseti ávarp.

Sérstaka myndasyrpu frá heimsókninni má sjá hérMyndskeið frá heimsókn forseta í lettneska þingið er hér (á YouTube).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar