Fréttir | 27. nóv. 2018

Sendiherra Suður-Kóreu

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Suður-Kóreu, Young-sook Nam, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á auknum viðskiptum ríkjanna og forystu suður-kóreskra fyrirtækja við framleiðslu rafmagns- og vetnisbíla. Þá var rætt um skipasmíðar í Suður-Kóreu og siglingaleiðir víða um heim, meðal annars á norðurslóðum. Einnig var fjallað um þróun mála á Kóreuskaga og framtíðarhorfur.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar