Fréttir | 07. des. 2018

Verðlaun Ásu Wright

Forseti afhendir verðlaun sem kennd eru við Ásu Guðmundsdóttur Wright. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hlaut þessa viðurkenningu í ár, á hálfrar aldar afmæli sjóðsins. Verðlaunin fékk Brynhildur fyrir brautryðjendastarf í rannsóknum í vist- og hagfræði, sjálfbærni, þróun orkukerfa og á sviði loftslagsmála. Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar