Fréttir | 16. júní 2018

Hrafnseyrarhátíð

Forseti flytur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Forseti sótti einnig hátíðarguðþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, lagði blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar og hlýddi á frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi flutti. Þá fylgdist forseti ásamt öðrum gestum með útsendingu frá leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu. Eftir landsleikinn flutti forseti ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri þar sem meistaranemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun voru útskrifaðir. Námið er samvinnuverkefni milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri. Forseti sigldi til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar