Fréttir | 17. jan. 2019

Mannréttindi fatlaðs fólks

Forseti á fund með erlendum sérfræðingum um mannréttindi fatlaðs fólks. Þeir koma frá EDF, European Disability Forum, og IDA, International Disability Alliance, og eru hér á landi á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Haldnir voru vinnufundir í Reykjavík um mannréttindi fatlaðs fólks og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á fundi með forseta var rætt um stöðu Íslands í þeim efnum og hvað geri mega betur hér á landi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar