Fréttir | 25. apr. 2019

Garðyrkjuverðlaun

Forseti afhendir verðlaun á hátíðardegi garðyrkjunnar í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar hlaut Jóhann Thorarensen garðyrkjufræðingur, forsprakki matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Verknámsstaður garðyrkjunnar var einnig valinn, Jóhanna Margrét Hilmarsdóttir verknámskennari við Garðheima. Þá hlaut Grétar J. Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins, heiðursverðlaun garðyrkjunnar. Árið 1966 tók Grétar við skólastjórn af Unnsteini Ólafssyni, föður sínum, og gegndi embættinu í 32 ár. Í ár er þess líka minnst að 80 ár eru liðin frá stofnun Garðyrkjuskóla ríkisins sem nú heyrir undir Landbúnaðarháskóla Íslands. Opið hús var á Reykjum í dag í tilefni sumarkomu og var þar margt um manninn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar