Fréttir | 29. apr. 2019

Svartfuglinn 2019

Eliza Reid forsetafrú afhendir verðlaunin Svartfuglinn 2019 en þau eru veitt þeim höfundi er hlutskarpastur reyndist í samkeppninni um Svartfuglinn, bestu frumsömdu glæpasöguna. Eiríkur P. Jörundsson hlaut verðlaunin í ár fyrir sögu sína Hefndarenglar sem er fyrsta skáldsaga hans. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld, og eru þau nú veitt í annað sinn. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar