Fréttir | 21. maí 2019

Sendiherra Nýja Sjálands

Forseti tekur á móti Andrew Jenks, nýjum sendiherra Nýja Sjálands sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um forystu Nýsjálendinga og þekkingu í fjöldaferðamennsku og víðtæka þekkingu á sviði jarðhitanýtingar í löndunum báðum. Þá var rætt um sameiginlegar áskoranir á sviði loftslagsmála og nauðsyn þess að ríki heims standi saman í baráttunni gegn hryðjuverkaógn hvarvetna, ekki síst í ljósi hryðjuverkaárásanna í Christchurch fyrr á árinu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar