Fréttir | 24. maí 2019

Kiwanis

Forseti flytur hátíðarávarp á Evrópuþingi Kiwanissamtakanna. Þingið sækja um 400 manns víðs vegar að úr álfunni. Þingið er nú haldið í 52. sinn og í annað skiptið á Íslandi, síðast fyrir nær aldarfjórðungi. Í ávarpi sínu þakkaði forseti Kiwanisfélögum þeirra fórnfúsa og öfluga starf. Á alþjóðavettvangi hefur Kiwanishreyfingin lagt sitt af mörkum til að útrýma stífkrampa og þá er hafin herferð til að vinna bug á joðskorti meðal fólks. Hér heima hafa Kiwanisfélagar selt K-lykilinn og stutt þannig síðustu ár dyggilega við bakið á Píeta-samtökunum og BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands. Forseti er verndari K-dagsins og þeirrar fjársöfnunar sem þá er hrundið af stað.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar