Fréttir | 02. okt. 2019

Forvarnardagurinn 2019

Forseti heimsækir tvo skóla í tilefni af Forvarnardeginum 2019. Fyrst var farið í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi þar sem saman voru komnir nemendur úr elstu bekkjum grunnskólans og úr Menntaskólanum og ræddi forseti við þau á sal og svaraði spurningum. Þá átti hann samræður við þau um hvað gagnast getur í baráttunni gegn fíkniefnum meðan þau unnu í vinnuhópum og leystu verkefni um forvarnarmál. Næst lá leiðin í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem forseti ávarpaði nemendur 10. bekkjar á sal og ræddi svo við þau í kennslustofum. Í lokin snæddi forseti hádegisverð með nemendum í matsal skólans. Meðal annarra gesta í Varmárskóla voru heilbrigðisráðherra Guanajuato í Mexíkó og fylgdarlið hans en þau höfðu frétt af góðum árangri Íslendinga í baráttunni gegn tóbaks- og áfengisnotkun unglinga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar