Fréttir | 06. okt. 2019

Ungmennaþing

Forseti flytur ávarp á norrænu ungmennaþingi í Mosfellsbæ. Samfés, Samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, standa að viðburðinum. Þingið sækja á sjötta hundrað ungmenna frá 80 félagsmiðstöðvum á landinu auk gesta frá hinum norrænu löndunum. Að ávarpi loknu tók við hópavinna og spjallaði forseti þar við þátttakendur um þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem voru einkum til umfjöllunar, ekki síst menntun og mannréttindi, sjálfbærni og umhverfismál.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar