Fréttir | 30. okt. 2019

Skólar í Snæfellsbæ

Forsetahjón hófu opinbera heimsókn sína í Snæfellsbæ með heimsókn í Grunnskóla Snæfellsbæjar, starfsstöðina í Ólafsvík, þar sem Hilmar Már Arason skólastjóri gerði grein fyrir starfsemi skólans og sagði m.a. frá kennslu í átthagafræði og Lestrarfimmu-verkefni sem kennarar standa að. Í hádeginu heimsóttu hjónin starfsstöð skólans á Hellissandi og snæddu þar hádegisverð með nemendum sem buðu meðal annars upp á kórsöng. Hjónin heimsóttu líka leikskólann Krílakot í Ólafsvík.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar