Fréttir | 31. okt. 2019

Atvinnulíf í Grundarfirði

Forsetahjón heimsækja nokkur atvinnufyrirtæki í opinberri heimsókn sinni til Grundarfjarðar. Fyrst var farið í Guðmund Runólfsson fiskverkun þar sem forsetahjónum var gerð grein fyrir hinum viðamikla tæknibúnaði sem þar var fjárfest í á síðasta ári. Búnaðurinn er fenginn frá íslenskum tæknifyrirtækjum og fjárfesti fyrirtækið fyrir meira en tvo milljarða króna. Næst var farið í fiskiskipið Farsæl, sem FISK-Seafood gerir út frá Grundarfirði, og rætt við áhöfnina. Þá heimsóttu forseti og forsetafrú flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. sem rekur m.a. 18 stóra flutningabíla. Einnig komu hjónin við í Klifurhúsinu og hittu þar að máli Mörtu Magnúsdóttur skátahöfðingja og nokkra hressa skáta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar