Fréttir | 20. nóv. 2019

Barnaheill

Forseti flytur ávarp á viðurkenningarhátíð Barnaheilla í Reykjavík. Ár hvert veita samtökin þeim viðurkenningu sem unnið hafa að réttindum barna á Íslandi. Í þetta sinn varð Réttindaráð Hagaskóla þess heiðurs aðnjótandi. Alþjóðasamtökin Save the Children voru stofnuð á Englandi árið 1919.

Aldarafmæli samtakanna hefur verið minnst í ár, m.a. með táknrænu ákalli um að börnum verði hlíft við styrjöldum og hvers kyns átökum í heiminum. Forsetahjón tóku þátt í þeim viðburði.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar