Fréttir | 03. des. 2019

Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Forseti situr hátíðarviðburð Öryrkjabandalags Íslands og afhendir hvatningarverðlaun samtakanna. Fjölmargar tilnefningar bárust að venju en eftirtaldir hlutu verðlaunin í ár: Sólveig Ásgrímsdóttir í flokki einstaklinga fyrir bókina Ferðalag í flughálku sem fjallar um ungmenni með ADHD; Réttinda-Ronja í flokki fyrirtækja eða stofnunar fyrir heimasíðu og gagnabanka um réttindi fatlaðra nemenda; Stundin í flokki umfjöllunar eða kynningar fyrir vandaða umfjöllun um málefni öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega. Þá hlutu Einhverfusamtökin viðurkenningu aðildarfélaga ÖBÍ fyrir heimildarmyndina Að sjá hið ósýnilega. Sú mynd stuðlar að vitundarvakningu og skilningi á áskorunum og fordómum gagnvart einhverfum konum með því að nota styrkleika þeirra kvenna sem segja sögu sína í myndinni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar