Fréttir | 02. jan. 2020

Bjartsýnisverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Í ár voru þau veitt Hildi Guðnadóttur tónskáldi. Undanfarin ár hefur Hildur samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem notið hafa vinsælda um víða veröld og hefur hún hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Í ávarpi við verðlaunaafhendinguna minnti forseti m.a. á það heillaráð Ingveldar G. Ólafsdóttur, móður Hildar, til dóttur sinnar að „gera það sem henni þætti skemmtilegast og stæði hjarta hennar næst því það myndi skila bestum árangri“. Guðni Franzson, faðir Hildar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd; velgengni Hildar veldur því því að hún var bundin ytra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar