Fréttir | 09. jan. 2020

Almannarómur

Forseti á fund með Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að smíði máltæknilausna fyrir íslensku. Stofnunin vinnur hörðum höndum að því, í samvinnu við stjórnvöld og fyrirtæki innanlands og utan, að tryggja sess íslenskrar tungu í rafrænum heimi. Almannarómur hefur meðal annars unnið að söfnun raddsýna sem nýtast vel í þessum efnum, undir merkjum átaksins Samrómur. Þar getur fólk lagt málefninu lið með því að lesa texta, stuttan eða langan, og safnast þannig smám saman í sarpinn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar