Fréttir | 17. jan. 2020

Planet Youth forvarnarstarfið

Forseti sækir kynningu í Háskólanum í Reykjavík á starfi Planet Youth sem Jón Sigfússon hjá Rannsóknum og greiningu bauð til. Planet Youth er heiti á samstarfi um 250 sveitarfélaga í 30 löndum um forvarnir sem miða að því að draga sem mest úr notkun unglinga á tóbaki, áfengi og öðrum fíkniefnum. Þar er horft til þess mikla árangurs sem Íslendingar hafa náð á þessu sviði á undanförnum árum. Eftir kynninguna ræddi forseti við forvarnarfulltrúa frá um 15 sveitarfélögum sem vinna að þessu verkefni á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar