Fréttir | 03. feb. 2020

Nýsköpun

Forseti á fund með Þórlindi Kjartanssyni um nýsköpun og sóknarfæri í þeim efnum á Íslandi. Laust fyrir jól kom út ritið Bak við ystu sjónarrönd þar sem sjónum er beint að bláa hagkerfinu og framþróun í sjávarútvegi. Þórlindur er annar höfunda ritsins. Á fundinum með forseta var rætt um nauðsyn þess að efla nýsköpun á öllum sviðum og skapa þannig skilyrði að frumkvöðlar geti betur nálgast áhættufé til að vinna hugmyndum sínum brautargengi og skapa atvinnu og verðmæti, samfélaginu til heilla.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar