Fréttir | 04. feb. 2020

Sendiherra Armeníu

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Armeníu, Alexander Arzoumanian, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslendinga og Armena að fornu og nýju, allt frá ferðum armenskra trúboða á fyrstu öldum Íslandsbyggðar til áforma samtímans um nýtingu jarðhita í Armeníu þar sem íslensk fyrirtæki koma við sögu. Þá var rætt um sögu og samtíð Armena og lýsti sendiherrann störfum sínum innan óháðrar sáttanefndar Tyrkja og Armena (Turkish Armenian Reconciliation Commission, TARC) sem hafði að markmiði að afla gagna um þjóðarmorðið á Armenum fyrstu áratugi síðustu aldar, m.a. út frá þjóðréttarlegum sjónarmiðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar