Fréttir | 04. feb. 2020

Sendiherra Írlands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Írlands, Keith McBean, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um framtíðarhorfur á Írlandi í ljósi útgöngu Stóru-Bretlands úr Evrópsambandinu og áhuga Íra á auknum tengslum við ríki á Norðurlöndum og við Eystrasalt. Þá var rætt um tengsl íbúa Íslands og Írlands til forna og nýjustu rannsóknir í erfðafræði og fornleifafræði sem styðja fornar sagnir og seinna tíma rannsóknir um írsk áhrif á fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar